Goðsögn Tottenham látin

Joe Kinnear er hann stýrði Newcastle United.
Joe Kinnear er hann stýrði Newcastle United. AFP/Paul Ellis

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn Joe Kinnear er látinn, 77 ára að aldri.

Fjölskylda Kinnears tilkynnti að hann hafi andast friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar í gær.

Hinn írski Kinnear lék með Tottenham Hotspur í áratug frá 1965 til 1975 og vann þar enska bikarinn, UEFA-bikarinn (nú Evrópudeildina) og enska deildabikarinn í tvígang.

Á þjálfaraferlinum stýrði hann Wimbledon við góðan orðstír á árunum 1992 til 1999 og hafnaði til að mynda í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 1993-94 og stýrði liðinu í undanúrslit bikarkeppninnar og deildabikarsins árið 1997.

Tímabilið 2008-09 stýrði Kinnear Newcastle United.

Kinnear lék sem varnarmaður og vann sér inn 26 A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1967 til 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert