Landafræðikunnátta í molum

Fleiri banda­rísk ung­menni geta fundið á landa­korti eyj­una, þar sem síðasta Survi­vor-þáttaröð gerðist, en Af­gan­ist­an, Írak eða Ísra­el.

Þetta er niðurstaða könn­un­ar sem banda­ríska tíma­ritið Nati­onal Geograp­hic lét gera.

Lagðar voru landa­fræðisp­urn­ing­ar fyr­ir 3250 ung­menni á aldr­in­um 18-24 ára í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Mexí­kó, Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu, Svíþjóð, Bretlandi og Jap­an.

Aðeins 17% af banda­rísku ung­menn­un­um gátu fundið Af­gan­ist­an á korti þótt landið hafi verið í frétt­um nán­ast stöðugt í rúmt ár. Enn færri gátu bent á Írak eða Íran á korti af Miðaust­ur­lönd­um og Asíu.

Þá gátu aðeins 14% Banda­ríkja­mann­anna fundið Ísra­el. Raun­ar gátu aðeins 25% af úr­tak­inu í heild fundið landið og um 30% ung­menn­anna gátu ekki bent á Kyrra­haf, þótt það nái yfir þriðjung af yf­ir­borði jarðar.

Það Evr­ópu­ríki sem flest­ir Banda­ríkja­menn þekktu var Ítal­ía, senni­lega vegna stíg­véla­lög­un­ar­inn­ar. Og 34% ungra Banda­ríkja­manna gátu fundið eyj­una í Suður-Kyrra­hafi þar sem síðasta þáttaröð Survi­vorþátt­anna gerðist. Þá gátu 9 af hverj­um tíu Banda­ríkja­manna bent á Banda­rík­in á korti.

Marg­ir ung­ir Banda­ríkja­menn vissu ekki hvað Banda­ríkja­menn eru marg­ir. Um 30% þeirra töldu þá vera 1-2 millj­arða eða um þriðjung mann­kyns. Þátt­tak­end­ur í flest­um öðrum lönd­um stóðu sig bet­ur þegar þeir voru beðnir um að segja hve marg­ir byggju í heimalandi sínu.

„Þess­ar niður­stöður koma á óvart og á marg­an hátt eru þær dap­ur­leg­ar," sagði John Fahey for­seti Nati­onal Geograp­hic stofn­un­ar­inn­ar.

Ung­menni í Svíþjóð, Þýskalandi og Ítal­íu stóðu sig best og svöruðu um 70% af spurn­ing­un­um rétt. Á eft­ir þeim komu Frakk­ar, Jap­an­ar og Bret­ar en Kan­ada­menn, Banda­ríkja­menn og Mexí­kó­ar svöruðu inn­an við helm­ingi spurn­ing­anna rétt.

Nati­onal Geograp­hic

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fylgdu áætlunum þínum eftir allt til enda þótt ekki séu þær öllum að skapi. Tjáskipti verða að vera skýr, nákvæm og nógu ítarleg svo ekkert fari milli mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fylgdu áætlunum þínum eftir allt til enda þótt ekki séu þær öllum að skapi. Tjáskipti verða að vera skýr, nákvæm og nógu ítarleg svo ekkert fari milli mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir