Múzík 885 tekur breytingum um mánaðamótin: Topp 40 í jaðartónlist

Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon koma að rekstrinum. Múzík fer …
Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon koma að rekstrinum. Múzík fer í loftið með nýju sniði laugardaginn 1. mars. mbl.is/Sverrir

Útvarpsstöðin Múzík 885 tekur til starfa með nýju sniði hinn 1. mars næstkomandi. Fjölmiðlafyrirtækið Pýrít ehf. hefur yfirtekið rekstur stöðvarinnar en fyrir rekur það tvær aðrar útvarpsstöðvar, Steríó 895 og Íslensku stöðina FM 91,9.

Eins og kunnugt er hefur Múzík byggt á því hingað til að hlustendur velji lögin í gegnum Netið. Með nýjum eigendum kemur nýtt fólk og verður Jón Gnarr með morgunþátt á virkum dögum og Hemmi feiti og Jón Mýrdal láta í sér heyra eftir hádegið. Ennfremur á eftir að ganga frá ráðingu fleira útvarpsfólks.

Sigurður Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, er talsmaður Pýríts. "Við ætlum að halda vefnum áfram að hluta til," segir hann og býst við að stöðin verði með sama sniði og hún er nú eftir klukkan sex á kvöldin og um helgar.

Aðeins rokkaðri

Hann segir að stöðin verði aðallega í samkeppni við Radíó-X en Steríó 895, sé meira á sömu nótum og FM957.

Aðspurður hvort íslenskt hipp hopp, sem hefur verið aðalsmerki Múzík 885, fái ekki lengur spilun á stöðinni, segir hann að svo verði ekki. "Vægið minnkar nú aðeins, ég neita því ekki," segir Sigurður og bætir við að stefnan sé alls ekki sú að hrekja á brott núverandi hlustendur útvarpsstöðvarinnar.

"Eins og stöðin er í dag, þá þarf aðeins að hressa hana við," segir Sigurður.

Fjórða stöðin?

Eins og áður sagði er Pýrít í samkeppni við stöðvar Norðurljósa. Þar sem auglýsendur og hlustendur hafa verið að rugla stöðvunum saman, ætlar Pýrít að útvarpa auglýsingum til auðkenningar á eigin stöðvum.

http://www.muzik.is/
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka