Langþráð Iðnaðarmaus

Maus-liðar tóku öll lögin af nýju plötunni, Musick, í réttri …
Maus-liðar tóku öll lögin af nýju plötunni, Musick, í réttri röð.

Það rann upp stór og langþráð stund á fimmtu­dags­kvöldið hjá Árbæj­ar­sveit­inni Maus og aðdá­end­um henn­ar. Þá hélt sveit­in nefni­lega út­gáfu­tón­leika í Iðnó vegna út­komu nýrr­ar plötu sem heit­ir Musick. Plat­an kom í búðir fyrr í vik­unni og hef­ur farið mjög vel af stað, fram­ar björt­ustu von­um að sögn út­gef­enda, en Smekk­leysa gef­ur plöt­una út.

Hún leyndi sér held­ur ekki eft­ir­vænt­ing­in sem ríkti í loft­inu fyr­ir tón­leik­ana. Til þess að æsa hana enn frek­ar var fyrst boðið upp á allóvænt upp­hit­un­ar­atriði sem mik­il leynd hafði hvílt yfir fyr­ir tón­leik­ana. Reynd­ist það vera söng­flokk­ur­inn Brook­lyn Five, reynd­ar skipaður fjór­um liðsmönn­um, sem söng með sínu nefi tvö Maus-lög.

Fögnuður var mik­ill í troðfullu Iðnaðarmanna­hús­inu þegar þeir Biggi, Palli, Danni og Eggert stigu á svið og hófu að leika lög­in af nýju plöt­unni, öll með tölu í þeirri röð sem þau koma fyr­ir á plöt­unni. Greini­legt var að marg­ir eru þegar orðnir vel kunn­ug­ir þess­um lög­um en bestu viðtök­ur fengu þó lög­in sem mesta spil­un hafa hlotið í út­varpi, gamla "Kerf­is­bund­in þrá" sem nú heit­ir "How Far is Too Far", tit­il­lagið "Musick" sem var á Alltaf sama svínið, 16 ára af­mæl­is­plötu Smekk­leysu, sem út kom fyr­ir jól­in síðustu og fékk tölu­verða spil­un þá í út­varpi, og svo auðvitað "Life in a Fis­h­bowl" sem er á góðri leið með að verða eitt vin­sæl­asta lag lands­ins um þess­ar mund­ir, en það er mjög mikið spilað á X-inu og Rás 2. Þess má geta að Maus hef­ur ný­lokið við gerð mynd­bands við lagið und­ir hand­leiðslu Bark­ar Sigþórs­son­ar.

Eft­ir að hafa rennt í gegn­um plöt­una tóku Maus-liðar nokk­ur vel val­in lög af fyrri plöt­um og yljaði mörg­um viðstödd­um um hjartaræt­urn­ar að heyra t.a.m. óraf­mögnuðu út­gáf­una af "Krist­alnótt" en sú alltof sjald­heyrða út­gáfa hef­ur löng­um verið höfð í mikl­um met­um.

Nýju plötunni verður fylgt eftir með frekara tónleikahaldi og myndbandagerð.
Nýju plöt­unni verður fylgt eft­ir með frek­ara tón­leika­haldi og mynd­banda­gerð. Morg­un­blaðið/Á​rni Torfa­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með þá stund sem þér er til starfa gefin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með þá stund sem þér er til starfa gefin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir