Leikarinn John Malkovich mun fara með stórt hlutverk í kvikmyndagerðinni af sígildri skáldsögu Douglas Adams The Hitchhiker's Guide To The Galaxy.
Malkovich mun leika trúarleiðtogann Humma Kavula, sem Adams bjó sérstaklega til fyrir kvikmyndagerðina, en það var Adams sjálfur sem skrifaði kvikmyndahandritið að myndinni. Eftir að hann lést árið 2001 tók Karey Kirkpatrick við handritsgerðinni. Tökur á myndinni hófust í síðasta mánuði í Lundúnum en eins og greint hefur verið frá áður í Morgunblaðinu þá verður myndin að hluta tekin á Íslandi.
Gary Jennings mun leikstýra myndinni en aðrir leikarar eru Mos Def, Zooey Deshcanel, Sam Rockwell og Martin Freeman.
Cannes. Morgunblaðið.