Vindhviða svipti hattinum af Mary

Friðrik og Mary á tröppum þinghússins, rétt áður en hatturinn …
Friðrik og Mary á tröppum þinghússins, rétt áður en hatturinn fauk af væntanlegri krónprinsessu Dana. AP

Vænt­an­leg krón­prins­essa Dana, Mary Don­ald­son, varð fyr­ir smá­vægi­legu óhappi í dag þegar hún mætti ásamt dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni til mót­töku í danska þing­inu í Kaup­manna­höfn. Að því er frá er skýrt í frétt Berl­ingske Tidende vildi ekki bet­ur til en svo, þegar Mary gekk upp að Kristjáns­borg­ar­höll, en að vind­hviða svipti glæsi­leg­um hatti sem hún bar, af höfði henn­ar.

Hans Jør­gen And­er­sen, liðsfor­ingi í danska hern­um brást skjótt við, náði í hatt­inn og af­henti Mary hann. Mary tók at­vik­inu með brosi á vör, en gætti þó vel að hatt­in­um eft­ir hviðuna. „Hún virðist vera dá­lít­ill vík­ing­ur í sér,“ sagði Christian Mejdahl, for­seti danska þings­ins.

Í þing­inu tóku þau Mary og Friðrik við op­in­berri brúðkaups­gjöf þess. Frá danska þing­inu fengu þau sér­hannað borðstofu­borð og 14 stóla.

Brúðkaup þeirra Friðriks og Mary fer fram frá Vorr­ar Frú­ar­kirkju í Kaup­manna­höfn á morg­un.

Hatturinn fokinn, en Mary ber sig vel og brosir.
Hatt­ur­inn fok­inn, en Mary ber sig vel og bros­ir. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir