Mary og Friðrik játast hvort öðru

Mary Donaldson veifar til viðstaddra þegar hún kemur til dómkirkjunnar …
Mary Donaldson veifar til viðstaddra þegar hún kemur til dómkirkjunnar í dag. AP

Vígsluathöfn þeirra Friðriks, krónprins Dana, og Mary Donaldson, stendur nú yfir í Vorrar frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Biskup Kaupmannahafnar, Erik Norman Svendsen, hefur gefið brúðhjónin saman og lýst þau hjón. Í ræðu hans til brúðhjónanna sagði hann meðal annars að það væri mikil reynsla fyrir öll brúðhjón að ganga inn í Vorrar frúarkirkju í Kaupmannahöfn, ekki síst fyrir brúðina, „sem veit að augu allra hvíla á henni." Hann sagði að þetta ætti sérstaklega við í dag, enda fylgdust margar milljónir manna, í Danmörku og um allan heim, með brúðkaupi þeirra Friðriks og Mary, í beinni útsendingu.

Sagðist biskupinn vona að brúðhjónin nytu þess þó að vera í kirkjunni og væru ánægð með að hafa fundið hvort annað.

Hann sagði að Danir allir gleddust yfir lífgleði parsins unga og tækju þátt í deginum af öllu hjarta. Ljóst væri að margar skyldur biðu hjónanna ungu og ein þeirra væri sú að viðhalda dönsku konungsfjölskyldunni og hefðum hennar.

Biskup beindi orðum sínum til Mary og sagði að hún væri komin langt að til Danmerkur, frá hinni fjöllóttu Tasmaníu á láglendið í Danmörku. Sagði hann að Danir hlökkuðu til að sýna henni land sitt í sínum fegursta skrúða og einnig til að kynna hana fyrir Grænlandi og Færeyjum, sem væru hluti af danska konungsveldinu. „Frá og með deginum í dag eruð þér raunveruleg prinsessa. Þér hafi bæði fengið prinsinn og konungsríkið, " sagði Erik Norman Svendsen, í ræðu sinni til Friðriks og Mary.

Myndasyrpa frá brúðkaupinu og aðdraganda þess

Friðrik prins veifar þegar hann kemur til kirkjunnar.
Friðrik prins veifar þegar hann kemur til kirkjunnar. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup