Andrés Önd sjötugur

Victor Arriagada Rios, teiknari frá Chile við hlið myndar af …
Victor Arriagada Rios, teiknari frá Chile við hlið myndar af Andrési. Rios hefur oftsinnis myndskreytt teiknimyndasögur um Andrés. AP

Andrés Önd, ein vinsælasta sögupersóna Walt Disneys, fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Afmælishátíðar verða haldnar í Disney görðum og annars staðar í heiminum í fagnaðarskyni vegna þessara tímamóta. Andrés kom fyrst fram á sjónarsviðið 9. júní 1934 í teiknimyndasögu, sem hét Wise Little Hen. Hin fræga önd hefur frá þeim tíma komið fram í mörg hundruð teiknimyndum og teiknimyndasögum, sem hafa verið þýddar á tugi tungumála.

Í Disney-garðinum í París verður í dag tendrað á 70 kertum á köku, sem Andrés fær á afmælisdaginn. Jafnframt munu fótspor Andrésar verið skráð á frægðarstíginn svonefnda við hlið leikaranna Bruce Willis og Sharon Stone.

Afmæli Andrésar verður fagnað á Íslandi um helgina, en á laugardag og sunnudag verður haldin mikil afmælishátíð í Kringlunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir