Ray Charles látinn

Ray Charles.
Ray Charles. AP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ray Charles lést í Los Angeles í dag, 73 ára að aldri. Charles hefur átt við vanheilsu að stríða og hefur ekki komið fram opinberlega í um ár. Hann vann samt að gerð plötu þar sem hann lék og söng ásamt listamönnum á borð við Elton John, Norah Jones og Johnny Mathis.

Ray Charles missti sjónina sex ára gamall. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann yrði heimsþekktur og virtur tónlistarmaður en hann var talinn frumherji í þróun svonefndrar soul-tónlistar. Meðal laga sem hann flutti voru Georgia on My Mind og I Can't Stop Loving You.

Charles fékk 12 Grammy-verðlaun á ferlinum og hélt 10 þúsundustu tónleika sína í mars árið 2003 í Los Angeles.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan