Hljómsveitin Grafík hélt tónleika á laugardagskvöld til þess að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því að þriðja hljómplata sveitarinnar, „Get ég tekið séns“ kom út. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu hljómsveitarinnar og KFÍ en vegna mikillar aðsóknar þurfti að halda aukatónleika. Að sögn Guðjóns Þorsteinssonar, formanns KFÍ, voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir. „Það lögðust allir á eitt að gera þessa tónleika ógleymanlega“, sagði Guðjón.
Að þessu sinni mönnuðu hljóðfærin þeir Rúnar Þórisson, Helgi Björnsson, Hjörtur Howser, Haraldur Þorsteinsson og Egill Rafnsson lék í stað föður síns, Rafns Jónssonar, sem lést á dögunum.