Miðar á tónleika tónlistarmannsins Van Morrison, sem fram fara í Laugardalshöll 2. október, seldust upp í gær. Alls voru 2526 sæti í boði. Tónleikarnir eru liður í Jazzhátíð Reykjavíkur og haldnir í samstarfi við tónleikafyrirtækið Concert ehf.