Dularfullur samsöngur Kelis og Bjarkar á netinu

Björk Guðmundsdóttir syngur Oceania, við setningarathöfn ólympíuleikanna.
Björk Guðmundsdóttir syngur Oceania, við setningarathöfn ólympíuleikanna. AP

Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttir, sem voru að brima á netinu í vikunni, rákust á dularfullt lag, þar sem sagt var að bandaríska söngkonan Kelis væri að syngja nýja útsetningu á laginu Oceania, sem Björk flutti á setningarhátíð ólympíuleikanna í Aþenu. Marga grunaði, að um væri að ræða einhverskonar heimaframleiðslu sem einhver hefði búið til og sett á netið, en nú hefur talsmaður Bjarkar staðfest, að um sé að ræða raunverulega upptöku þar sem þær Björk og Kelis syngi saman.

„Þetta eru algerlega og án efa Kelis og Björk," hefur fréttavefur MTV eftir Sherry Ring, talskonu Bjarkar. „Lagið komst ekki á plötu Bjarkar vegna þess að það var tekið upp svo seint en það voru gerðar af því margar útgáfur."

Oceania verður fyrsta smáskífulagið af plötunni Medúlla, sem kemur út eftir helgina. MTV segir að þær Björk og Kelis hafi sungið lagið saman þótt þær væru í nærri 4500 km fjarlægð hvor frá annarri. Kelis söng lagið í New York en Björk var á Íslandi. Hins vegar hafi samstarf þeirra hafist á síðasta ári.

„Við tókum þátt í sýningu sem hét Tískan rokkar í Lundúnum á síðasta ári," segir Kelis, „og búningsherbergin okkar voru hlið við hlið. Björk var með geisladisk með Peaches sem var bilaður og ég gaf henni mitt eintak. Svo við fórum að tala saman og hittumst eftir sýninguna. Við skiptumst á símanúmerum og síðar bað hún mig að syngja. Mér hefur alltaf þótt efnið hennar gott, svo ég sagði já."

Lagið komst á netið eftir að það var spilað í útvarpsþættinum Breezeblock á BBC en hægt er að nálgast hann á netinu. Talsmaður Bjarkar segir við fréttavef MTV að ekki séu áform um að gefa lagið út með formlegum hætti.

Lagið dularfulla

Kelis.
Kelis.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler