Dularfullur samsöngur Kelis og Bjarkar á netinu

Björk Guðmundsdóttir syngur Oceania, við setningarathöfn ólympíuleikanna.
Björk Guðmundsdóttir syngur Oceania, við setningarathöfn ólympíuleikanna. AP

Aðdá­end­ur Bjark­ar Guðmunds­dótt­ir, sem voru að brima á net­inu í vik­unni, rák­ust á dul­ar­fullt lag, þar sem sagt var að banda­ríska söng­kon­an Kel­is væri að syngja nýja út­setn­ingu á lag­inu Oce­ania, sem Björk flutti á setn­ing­ar­hátíð ólymp­íu­leik­anna í Aþenu. Marga grunaði, að um væri að ræða ein­hvers­kon­ar heima­fram­leiðslu sem ein­hver hefði búið til og sett á netið, en nú hef­ur talsmaður Bjark­ar staðfest, að um sé að ræða raun­veru­lega upp­töku þar sem þær Björk og Kel­is syngi sam­an.

„Þetta eru al­ger­lega og án efa Kel­is og Björk," hef­ur frétta­vef­ur MTV eft­ir Sherry Ring, talskonu Bjark­ar. „Lagið komst ekki á plötu Bjark­ar vegna þess að það var tekið upp svo seint en það voru gerðar af því marg­ar út­gáf­ur."

Oce­ania verður fyrsta smá­skífu­lagið af plöt­unni Medúlla, sem kem­ur út eft­ir helg­ina. MTV seg­ir að þær Björk og Kel­is hafi sungið lagið sam­an þótt þær væru í nærri 4500 km fjar­lægð hvor frá ann­arri. Kel­is söng lagið í New York en Björk var á Íslandi. Hins veg­ar hafi sam­starf þeirra haf­ist á síðasta ári.

„Við tók­um þátt í sýn­ingu sem hét Tísk­an rokk­ar í Lund­ún­um á síðasta ári," seg­ir Kel­is, „og bún­ings­her­berg­in okk­ar voru hlið við hlið. Björk var með geisladisk með Peaches sem var bilaður og ég gaf henni mitt ein­tak. Svo við fór­um að tala sam­an og hitt­umst eft­ir sýn­ing­una. Við skipt­umst á síma­núm­er­um og síðar bað hún mig að syngja. Mér hef­ur alltaf þótt efnið henn­ar gott, svo ég sagði já."

Lagið komst á netið eft­ir að það var spilað í út­varpsþætt­in­um Breezeblock á BBC en hægt er að nálg­ast hann á net­inu. Talsmaður Bjark­ar seg­ir við frétta­vef MTV að ekki séu áform um að gefa lagið út með form­leg­um hætti.

Lagið dul­ar­fulla

Kelis.
Kel­is.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Slysahætta er eilítið meiri í dag en ella, gættu þín ef þú ert gangandi, hlaupandi eða akandi. Reyndu að forðast að vera erfitt foreldri eða stjórnandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Slysahætta er eilítið meiri í dag en ella, gættu þín ef þú ert gangandi, hlaupandi eða akandi. Reyndu að forðast að vera erfitt foreldri eða stjórnandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant