Darkness kosin besta hljómsveitin á Kerrang tónlistarverðlaunahátíðinni

Einn liðsmanna Darkness í ham á tónleikum.
Einn liðsmanna Darkness í ham á tónleikum. Morgunblaðið

Breska hljóm­sveit­in Dark­ness var kos­in besta hljóm­sveit árs­ins og besta hljóm­sveit árs­ins á tón­leik­um á tón­list­ar­verðlauna­hátíðinni Kerrang!, sem fram fór í Lund­ún­um. Hljóm­sveit­in Mín­us hafði verið til­nefnd til Kerrang!-verðlaun­anna í flokkn­um "Bestu nýliðar utan Bret­lands", ásamt hljóm­sveit­un­um The Rasmus, Vel­vet Revolver, Brand New og My Chemical Rom­ance. Þau verðlaun hlutu Vel­vet Revolver, ný­stofnuð hljóm­sveit Slash, fyrr­um gít­ar­leik­ara Guns'n Roses, sem var him­in­lif­andi með frammistöðu hljóm­sveit­ar­inn­ar.

Rokk­goðsagn­irn­ar í Metallicu voru nefnd­ar besta hljóm­sveit í heimi og plata Green Day, sem inni­held­ur lög á borð við Basket Case og Time Of Your Life, var tek­in inn í fræðgar­höll Kerrang!. Plata Muse, Ab­soluti­on, hlaut titil­inn besta plat­an og hljóm­sveit­in Ash hreppti verðlaun fyr­ir besta sí­gilda text­inn. Seg­ist Tim Wheeler, aðal­forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar, eiga erfitt með að trúa því að hljóm­sveit­in hafi hlotið þessi verðlaun, enda hafi þeir aðeins spilað sam­an í 10 ár. Þá hlaut velska hljóm­sveit­in Lost Proph­ets, viður­kenn­ingu, fyr­ir smell­inn Last Train Home, sem bestu smá­skíf­una. HIM, hlaut verðlaun­in fyr­ir besta tón­lista­mynd­bandið og MC5 hlutu verðlaun fyr­ir flott­ustu ímynd­ina.

Kynn­ir kvölds­ins var Stu­art Ca­ble, fyrr­um tromm­ari St­ereoph­onics, en meðan á hátíðinni stóð drukku rokk­ar­arn­ir yfir 100 flösk­ur af kampa­víni, 14.200 flösk­ur af bjór, 150 lítra af vod­ka, 400 flösk­ur af létt­víni og inn­byrgðu 1.000 skot af Abs­int­he.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant