Darkness kosin besta hljómsveitin á Kerrang tónlistarverðlaunahátíðinni

Einn liðsmanna Darkness í ham á tónleikum.
Einn liðsmanna Darkness í ham á tónleikum. Morgunblaðið

Breska hljómsveitin Darkness var kosin besta hljómsveit ársins og besta hljómsveit ársins á tónleikum á tónlistarverðlaunahátíðinni Kerrang!, sem fram fór í Lundúnum. Hljómsveitin Mínus hafði verið tilnefnd til Kerrang!-verðlaunanna í flokknum "Bestu nýliðar utan Bretlands", ásamt hljómsveitunum The Rasmus, Velvet Revolver, Brand New og My Chemical Romance. Þau verðlaun hlutu Velvet Revolver, nýstofnuð hljómsveit Slash, fyrrum gítarleikara Guns'n Roses, sem var himinlifandi með frammistöðu hljómsveitarinnar.

Rokkgoðsagnirnar í Metallicu voru nefndar besta hljómsveit í heimi og plata Green Day, sem inniheldur lög á borð við Basket Case og Time Of Your Life, var tekin inn í fræðgarhöll Kerrang!. Plata Muse, Absolution, hlaut titilinn besta platan og hljómsveitin Ash hreppti verðlaun fyrir besta sígilda textinn. Segist Tim Wheeler, aðalforsprakki hljómsveitarinnar, eiga erfitt með að trúa því að hljómsveitin hafi hlotið þessi verðlaun, enda hafi þeir aðeins spilað saman í 10 ár. Þá hlaut velska hljómsveitin Lost Prophets, viðurkenningu, fyrir smellinn Last Train Home, sem bestu smáskífuna. HIM, hlaut verðlaunin fyrir besta tónlistamyndbandið og MC5 hlutu verðlaun fyrir flottustu ímyndina.

Kynnir kvöldsins var Stuart Cable, fyrrum trommari Stereophonics, en meðan á hátíðinni stóð drukku rokkararnir yfir 100 flöskur af kampavíni, 14.200 flöskur af bjór, 150 lítra af vodka, 400 flöskur af léttvíni og innbyrgðu 1.000 skot af Absinthe.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson