Scarlett Johansson nýtt andlit Calvins Kleins

Scarlett Johansson
Scarlett Johansson AP

Nýstirnið Scarlett Johans­son hef­ur verið val­in and­lit nýrr­ar línu hjá Cal­vin Klein snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­inu. Johans­son sló í gegn í kvik­mynd­inni Lost in Translati­on þar sem hún lék á móti Bill Murray. Scarlett mun birt­ast í aug­lýs­ing­um og kynn­ing­ar­bæk­ling­um Cal­vin Klein fyr­ir hina nýju línu fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir kon­ur, Eternity Moment, sem mun verða kynnt til sög­unn­ar í sept­em­ber.

Að sögn tals­manns snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins varð Johans­son fyr­ir val­inu þar sem hún sé lýs­andi fyr­ir það sem ung­ar kon­ur sæk­ist eft­ir um þess­ar mund­ir, sjálf­stæði, sjálfs­traust og kraft.

Leik­ar­inn Trent Ford mun leika á móti Scarlett í sjón­varps­aug­lýs­ingu, sem mun koma fyr­ir sjón­ir áhorf­enda inn­an tíðar. Johans­son seg­ir að árið hafi verið heilt æv­in­týri fyr­ir sig og að þessi aug­lýs­inga­her­ferð sé topp­ur­inn. „Mér er sýnd­ur heiður og ég er jafn­framt undr­andi,“ sagði þokka­dís­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Sú mikilvægasta varðar hvaða eiginleika þú þarft að rækta með þér eða þróa til þess að ná markmiði þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Sú mikilvægasta varðar hvaða eiginleika þú þarft að rækta með þér eða þróa til þess að ná markmiði þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant