Yoko Ono vill að morðingi Lennons verði í fangelsi til æviloka

John Lennon og Yoko Ono.
John Lennon og Yoko Ono.

Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, hefur sent bréf til reynslulausnarnefndar New York, þar sem hún hvetur til þess að morðingja Lennons verði aldrei sleppt úr fangelsi. Morðinginn, Mark Chapman, á að fara fyrir nefndina í október. Í bréfinu segir Ono, að ef Chapman yrði sleppt myndi það endurvekja „martröðina, öngþveitið og uppnámið“.

Chapman skaut Lennon í bakið fyrir utan Dakota bygginguna í New York að kvöldi 8. desember árið 1980, þegar Bítillinn fyrrverandi var að koma heim eftir upptökur í hljóðveri. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur fyrir nefndina, en árið 2000 sendi Ono svipað bréf, þegar reynslulausn kom fyrst til greina. Árið 2002 lýsti Chapman því sjálfur yfir að hann ætti ekki skilið að losna úr fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir