Christopher Reeve látinn

Christopher Reeve.
Christopher Reeve. AP

Bandaríski leikarinn, Christopher Reeve, sem er best þekktur fyrir leik sinn sem ofurhetjan Superman, er látinn af völdum hjartabilunar, að því er talsmaður leikarans skýrði frá í dag. Reeve lamaðist fyrir neðan háls fyrir níu árum, en þá datt hann af hestbaki og hálsbrotnaði. Reeve var 52 ára gamall.

Hann lést á í gærkvöldi á sjúkrahúsi í í New-York ríki eftir að hafa fengið hjartaáfall og misst meðvitund á laugardag. Verið var að meðhöndla Reeve við innvortis sári, sem hann hafði hlotið vegna lömunarinnar og hafði ígerð komist í sárið.

Reeve gat ekki andað hjálparlaust eftir slysið og var því stöðugt í öndunarvél. Hann beitti sér mjög í málefnum mænuskaðaðra og lagði fé til rannsókna á tauga- og heilasjúkdómum. Eftir að hann lamaðist hélt hann áfram að leika og hann leikstýrði einnig kvikmyndum og sjónvarpsmyndum.

Christopher Reeve varð heimsþekktur þegar hann lék Superman í nokkrum …
Christopher Reeve varð heimsþekktur þegar hann lék Superman í nokkrum kvikmyndum. AP
Reeve ásamt leikaranum Richard Pryor á frumsýningu Superman III árið …
Reeve ásamt leikaranum Richard Pryor á frumsýningu Superman III árið 1983. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir