Franz Ferdinand semur tónlist fyrir næstu Harry Potter-mynd

Franz Ferdinand: Bob Hardy, Alex Kapranos, Paul Thomson og Nick …
Franz Ferdinand: Bob Hardy, Alex Kapranos, Paul Thomson og Nick McCarthy.

Skosku háfjallarokkararnir í hljómsveitinni Franz Ferdinand munu leggja til tónlist fyrir næstu Harry Potter-mynd, „Harry Potter and the Goblet of Fire“ og munu einnig koma fram í myndinni. Þar verða þeir í hlutverki rokksveitarinnar Wyrd Sisters, sem spilar á jólaballi Hogwarts-skóla.

Söngvari sveitarinnar, Alex Kapranos, segir að hún hafi verið beðin um að semja tónlist fyrir myndina. „Svo er atriði í myndinni þar sem hljómsveit spilar, skipuð ljótum systrum, og það gæti vel verið að einhverjir meðlimir Franz Ferdinand leiki ljótar systur,“ segir hann.

Alex segist vera mikill aðdáandi Potter-myndanna. „Ákveðið sakleysi og spenna einkenna þessar myndir. Það er skemmtilegt hvernig gott og illt takast á og það er upplífgandi hversu skörp skil eru þar á milli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant