22 ára rafeindaverkfræðingur í Malasíu hefur sett landsmet í því að hlaupa aftur á bak. "Ég vildi alltaf gera eitthvað mikilvægt í lífinu," sagði verkfræðingurinn S. Moganasundar eftir að hann hljóp 30 km aftur á bak.
Hann hljóp 75 hringi á 400 metra keppnisbraut á þremur klukkustundum, 30 mínútum og 35 sekúndum. Þar með komst hann í "Metabók Malasíu" sem nýtur mikilla vinsælda í landinu.
Í síðasta mánuði setti malasísk kona heimsmet með því að vera í 36 daga í glerbúri með 6.069 eitruðum sporðdrekum. Áttfætlurnar bitu hana sautján sinnum en hún lifði það af.