Lögregla bjargar sundlaugarverði úr klóm væntanlegrar brúðar í gæsapartíi

Líklega frægasti
Líklega frægasti "sundlaugarvörður" í heimi.

Lög­regla í Suður-Þýskalandi kom sund­laug­ar­verði til bjarg­ar í gæsapar­tíi þegar vænt­an­leg brúður reyndi að þröngva hon­um til kyn­maka. Brúðurin, sem er 25 ára, króaði mann­inn af inni á skrif­stofu og reyndi að rífa hann úr föt­un­um.

Frá þessu grein­ir Ananova.com og hef­ur eft­ir þýska blaðinu Bild.

Í ljós kom að brúðurin var blá­edrú, en hún tjáði lög­regl­unni að sig hefði „bara langað til að gera það með ein­hverj­um í síðasta sinn fyr­ir brúðkaupið“.

Henni hafði tek­ist að lokka sund­laug­ar­vörðinn inn í her­bergi þar sem óskilamun­ir voru geymd­ir, þegar gæsapar­tíið brá sér í sund. At­vikið átti sér stað í Schweinf­urt í Bæj­aralandi.

„Hún lokaði dyr­un­um og án frek­ari mála­leng­inga reyndi hún að klæða mann­inn úr,“ sagði talsmaður lög­regl­unn­ar við Bild. Sam­starfsmaður varðar­ins heyrði hann kalla á hjálp og hringdi í lög­regl­una.

Vænt­an­leg brúður var lát­in laus og lög­regl­an ákvað að gefa nafn henn­ar ekki upp til þess að stofna ekki vænt­an­legu hjóna­bandi í hættu.

„Við lét­um hana bara lofa því að haga sér vel og keyra bein­ustu leið heim,“ sagði talsmaður lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant