Deilt um hvort nýjasta kvikmynd leikstjóra Amelie teljist frönsk

Audrey Tautou.
Audrey Tautou.

Franski kvik­mynda­heim­ur­inn fór all­ur á ann­an end­ann í dag eft­ir að dóm­stóll úr­sk­urðaði að nýj­asta kvik­mynd leik­stjóra Amelie, með sjálfri stjörn­unni úr þeirri mynd í aðal­hlut­verki, geti ekki tal­ist frönsk kvik­mynd vegna þess að banda­rískt kvik­mynda­ver hafi fram­leitt hana.

Þessi úr­sk­urður gæti leitt til þess að mynd­in geti ekki tekið þátt í Caes­ar-verðlauna­keppn­inni (sem er franska hliðstæðan við Eddu-verðlaun­in) og ekki fá­ist op­in­ber styrk­ur út á hana í Frakklandi.

„Á nú allt í einu að halda því fram að þessi kvik­mynd, sem seg­ir franska sögu, er byggð á franskri skáld­sögu, var tek­in al­ger­lega í Frakklandi, rúm­lega tvö þúsund fransk­ir auka­leik­ar­ar tóku þátt í, um 30 fransk­ir leik­ar­ar léku í og um 500 franski tækni­menn unnu að, skuli ekki leng­ur telj­ast frönsk kvik­mynd?“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá franska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu 2003 Producti­ons, sem tók þátt í gerð mynd­ar­inn­ar.

„Þessi ótrú­legi úr­sk­urður tefl­ir í tví­sýnu fjár­mögn­un kvik­mynd­ar­inn­ar, fyr­ir­tæk­inu 2003 Producti­ons og, til lengri tíma litið, fjár­fest­ing­um í franskri kvik­mynda­gerð,“ sagði enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kvik­mynd­in heit­ir „Trú­lof­un­in langa“. Aðal­hlut­verkið leik­ur Au­d­rey Tautou og leik­stjóri er Jean-Pier­re Jeu­net, en þau unnu sam­an að Amelie.

Í gær úr­sk­urðaði dóm­stóll að mynd­in teld­ist ekki frönsk, eft­ir að tekn­ar höfðu verið fyr­ir kvart­an­ir sam­taka óháðra kvik­mynda­fram­leiðenda og fyr­ir­tækja sem tóku þátt í fram­leiðslu og dreif­ingu í Frakklandi.

Ákvað dóm­stóll­inn að ekki væri hægt að sækja um 3,6 millj­óna evru styrk frá franska rík­inu vegna þess að 2003 Producti­ons væri ein­fald­lega mála­mynda­fyr­ir­tæki, skráð í Frakklandi, í eigu banda­ríska kvik­mynda­vers­ins Warner Bros. 2003 Producti­ons er að ein­um þriðja í eigu Warner en rest­ina í fyr­ir­tæk­inu eiga starfs­menn og yf­ir­menn Warner í Frakklandi.

Gerð mynd­ar­inn­ar kostaði 45 millj­ón­ir evra og er hún næst dýr­asta kvik­mynd sem gerð hef­ur verið í Frakklandi (á eft­ir Ástríki og Stein­ríki og Kleópötru, sem gerð var 2002). Warner lagði fram megnið af fram­leiðslu­kostnaðinum en reiddi sig á op­in­bera styrki í Frakklandi til að greiða af­gang­inn.

Mynd­in var frum­sýnd í Frakklandi fyr­ir mánuði. Jeu­net var feng­inn til að leik­stýra henni í þeirri von að hann myndi ná sama ár­angri og með Amelie, sem fór sig­ur­för um kvik­mynda­hús hvarvetna og fór langt með að end­ur­vekja fransk­an kvik­myndaiðnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fylgdu áætlunum þínum eftir allt til enda þótt ekki séu þær öllum að skapi. Tjáskipti verða að vera skýr, nákvæm og nógu ítarleg svo ekkert fari milli mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fylgdu áætlunum þínum eftir allt til enda þótt ekki séu þær öllum að skapi. Tjáskipti verða að vera skýr, nákvæm og nógu ítarleg svo ekkert fari milli mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir