Lögreglan leitaði dvalarstaðar jólasveinanna

Dvalarstaður jólasveinanna milli hátíða fundinn.
Dvalarstaður jólasveinanna milli hátíða fundinn. mbl.is/Ómar Smári Ármannsson

Gönguklúbbur lögreglunnar í Reykjavík fór í sína árlegu jólagönguferð í gær, laugardag. Hann hefur verið duglegur að leita upp fornar minjar á Reykjanesskagagnum og staði sem flestum eru gleymdir. Þessi ferð var engin undantekning nema nú var ætlunin að finna þann stað, sem jólasveinarnir halda til á á milli jólahátíða. 

  Á heimasíðu gönguklúbbs lögreglunnar á Netinu er spurt hvar jólasveinarnir búi og því bætt við að sagnir hafi verið um að þeir, móðir og faðir ásamt jólakettinum, búi í einhverju fjallinu á milli hátíða.

„Fremstu, og jafnframt hæfustu, rannsakarar sem til eru, voru settir í það verkefni að reyna að staðsetja dvalarstað jólasveinanna. Þeir skoðuðu öll hugsanleg fjöll, sem til greina komu, en niðurstaðan voru vonbrigði. Fullyrt var að hvorki jólasveinar né önnur sambærileg fyrirbæri gætu búið í fjöllum, hvað þá á fjöllum. En hvar þá?,“ segir á síður Ferlis.

Að hætti lögreglumanna var skýrsla gerð um leitina og þar kemur m.a. fram:

„Rannsakararnir komust að því að undirheimarnir væru einna líklegastir. Jólasveinarnir virtust alltaf eiga nóg af gjafadóti, þeir sáust aldrei milli 6. janúar og 12. dag desembermánaðar, þeir þurftu að búa við tiltölulegar mildar aðstæður og auðvelt þyrti að vera um aðdrætti.

Auðvitað þyrftu jólasveinar ýmislegt smálegt af og til allt árið og því  var nauðsynlegt að nærliggandi íbúar væru sammála sem einn maður að þegja um dvalarstaðinn. En hvar voru íbúar, sem gátu þagað yfir leyndarmáli? Þægilegir undirheimar, milt svæði, láglendi, auðvelt með aðdrætti og traustsins verðir nágrannar!!! Einungis einn staður kom til greina. En svæðið var stórt.

Lagt var af stað inn í norðanverð Skógfellahraun og gegnið áleiðis að Litla-Skófelli. Fetaður var stígur í gegnum hraunið upp að fellinu. Á því er lítil varða.

Gamla þjóðleiðin um Skógfellaveg liggur sunnan við fellið frá Vogum og áfram áleiðis til Grindavíkur. Hún er mikið klöppuð í hraunhelluna. Gæti það m.a. hafa verið eftir hreindýr jólasveinanna í gegnum aldirnar?

Gatan var rakin framhjá gatnamótum Sandakravegar og síðan beygt til hægri að Stóra-Skógfelli. Framundan var Arnarseturshraunið, sem er talið hafa runnið í Reykjaneseldunum um 1226. Líklegt er að jólasveinarnir hafi flust á milli svæða, en þetta svæði er enn volgt - undir niðri.

Ef jólasveinarnir væru þarna einhvers staðar væri best að koma þeim á óvart með því að koma úr þeirri átt, sem síst væri von mannaferða á þessum tíma. Gengið var hljóðlega inn á hraunkantinn og áleiðis að mikill hrauntröð austan við eldgígana.

Rauð húfa stóð upp úr skjannahvítum snjónum

Þegar stutt var eftir í tröðina sást hvar rauð húfa stóð upp úr skjannahvítum snjónum. Þegar þátttakendur nálguðust reis skyndilega upp jólasveinn og virtist hálf ringlaður og undrandi. Hann, sem er vanur að finna fók, átti greinilega ekki átt von á að fólk finndi hann. Hikandi gekk hann á móti FERLIRsfélögum, staðnæmdist í hæfilegri fjarlægð og kastaði kveðju á liðið. Það var ekki síður undrandi þótt búast megi nú við hverju sem er í FERLIRsferðum, eins og dæmin sanna.

Eftir svolitla stund hvarf feimnin af honum og hann bauðst til að fylgja FERLIR í hellinn, en einungis inn í anddyrið því annars yrði Grýla brjáluð, eins og hann orðaði það. Auk þess væru hinir bræður hans enn sofandi, en sjálfur ætti hann að leggja af stað til byggða um kvöldið.

Þau vildu ekki fá of marga gesti því þá væri hætta á að ekki yrði ráðið við strauminn og því enginn friður lengur. Í ljós kom m.a., í annars dimmum hellinum, að jólakötturinn var ekki köttur, heldur hundur. Það er greinilega ekki allt satt sem sagt er.

Stekkjastaur, en það sagðist jólasveinnin heita, bauð upp á góðgæti að hætti jólasveina, sagði sögu og vildi heyra fólkið syngja jólasöngva. Þegar sungið var „Jólasveinar ganga um gólf“ þurfti hann að leiðrétta textann því auðvitað er farið upp á hól en ekki upp á stól. Þá er þar engin kanna, heldur litið til manna, eins og hann sjálfur sagði.

Grindvíkingar eiga jólasveinana

Fljótlega þurfti Stekkjastaur að hverfa til skyldustarfa, kvaddi þátttakendur og gekk út í miðhúmið. Einn úr hópnum leit á hina og spurði með undrunarsvip: „Hver var þetta, hver lék jólasveininn?“. Hinir litu á hann, brostu síðan og svörðuðu einum rómi. „Þetta var sjálfur jólasveinn, ekta jólasveinn, sástu það ekki“.

Auðvitað eiga Grindvíkingar jólasveinana, eins og svo margt annað á Reykjanesskaganum. Þeir eiga svo til öll fjöllin og ef Hafnfirðingar hefðu ekki beitt brögðum til að ná til sín Krýsuvík á sínum tíma, ættu þeir svo til allt, sem merkilegt getur þótt á skaganum - eða það segja Grindvíkingar a.m.k. Var ekki alþingismaðurinn, sem flutti tillögu um að afhenda Hafnfirðingum Krýsuvík jafnframt bæjarfulltrúi Hafnfirðinga? Áður en Stekkjastaur kvaddi var hann beðin um góðar gjafir þátttakendum til handa, einkum þó gnægt af kærleika, hamingju, góða heilsu og nægan tíma, ef hann gæti miðlað einhverju af því sem hann ætti af slíku. Veraldlegar gjafir voru afþakkaðar (þótt góðir gönguskór komi sér nú alltaf vel)."

Heimasíða gönguklúbbs lögreglunnar

Stekkjarstaur kveður rannsakendur, þurfti að sinna aðkallandi skyldustörfum.
Stekkjarstaur kveður rannsakendur, þurfti að sinna aðkallandi skyldustörfum. mbl.is/Ómar Smári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir