Bush og Blair valdamestu karlarnir í Bretlandi að mati tímarits

George W. Bush og Tony Blair eru valdamestu mennirnir í …
George W. Bush og Tony Blair eru valdamestu mennirnir í Bretlandi að mati tímaritsins GQ AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, er valdamesti karlmaðurinn í Bretlandi ásamt Tony Blair, forsætisráðherra. Þetta er niðurstaða karlatímaritsins GQ. Á síðasta ári komst Bush ekki á lista blaðsins yfir 100 áhrifamestu karlana en GQ segir nú að völd hans í Bretlandi hafi aukist til muna þegar hann náði endurkjöri í haust.

„Eftir kosningasigur Bush í nóvember þar sem hann fékk skýrt umboð, ræður hann nú yfir hersveitum okkar í Írak, getur ráðið utanríkisstefnu okkar og hefur áhrif á stefnu okkar gagnvart hryðjuverkum - því Blair mun án efa fylgja Bush hvert sem hann stefnir," segir GQ.

David Beckham, fyrirliði enska knattspyrnulandsliðsins, hrapaði á listanum milli ára úr 8. í 23. sæti en hann átti í erfiðleikum á síðasta ári, bæði í einkalífinu og á knattspyrnuvellinum. Blaðið segir að Wayne Rooney sé hinn nýi Beckham og er Rooney í 14. sæti á listanum.

Listi GQ yfir 25 valdamestu karlmenn í Bretlandi er eftirfarandi en sætið á lista blaðsins í fyrra en innan sviga:

1. Tony Blair, forsætisráðherra (2)
1. George W. Bush, Bandaríkjaforseti (nýr)
3. Alan Milburn, ráðuneytisstjóri (nýr)
4. Gordon Brown, fjármálaráðherra (1)
5. Rupert Murdoch, stjórnarformaður News Corp. (5)
6. Mervyn King, seðlabankastjóri (6)
7. Philip Green, kaupsýslumaður (10)
8. Martin Sorrell, stjórnarformaður auglýsingastofunnar WPP (9)
9. Niall Fitzgerald, stjórnarformaður Reuters (11)
10. Iqbal Sacranie, framkvæmdastjóri breska múslimaráðsins (17)
11. Jack Straw, utanríkisráðherra (nýr)
12. Michael Grade, formaður útvarpsráðs BBC (nýr)
13. Sir John Scarlett, yfirmaður MI6 leyniþjónustunnar (nýr)
14. Wayne Rooney, knattspyrnumaður (nýr)
15. Sir Terry Leahy, forstjóri Tesco (33)
16. Mark Thompson, útvarpsstjóri BBC (nýr)
17. Matthew Freud, auglýsingamaður (19)
18. Roman Abramovich, kaupsýslumaður og eigandi Chelsea (26)
19. Paul Dacre, aðalritstjóri Associated Newspapers (24)
20. Vilhjálmur Bretaprins, (14)
21. Hertoginn af Westminster (23) 22. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins (7)
23. David Beckham, knattspyrnumaður (8)
24. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins (nýr)
25. Sir Paul Smith, tískuhönnuður (25).

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir