Brad Pitt og Jennifer Aniston skilin

Brad Pitt og Jennifer Aniston við frumsýningu á myndinni Tróju …
Brad Pitt og Jennifer Aniston við frumsýningu á myndinni Tróju í Cannes sl. vor. AP

Bandarísku kvikmyndastjörnurnar Brad Pitt og Jennifer Aniston eru skilin að borði og sæng. Þau hafa verið gift í fjögur og hálft ár. Í sameiginlegri yfirlýsingu, sem Pitt og Aniston sendu frá sér í gærkvöldi, segjast þau hafa tekið þessa ákvörðun að vel yfirlögðu ráði og skilji sem góðir vinir.

Pitt, sem er 41 árs, og Aniston, sem er 35 ára, giftu sig í júlí árið 2000 en þau höfðu þá verið saman í tvö ár. Um 200 manns komu í brúðkaupsveisluna sem var glæsileg og sögð hafa kostað 1 milljón dala. Allt virtist leika í lyndi næstu árin. Í fjölmiðlum komu þó fréttir um að þau hjónin væru að reyna að eignast barn en án árangurs. Og síðustu mánuði birtu slúðurblöð fréttir um að brestir væru komnir í hjónabandið. Var m.a. gefið í skyn, að Pitt ætti í sambandi við leikkonuna Angelinu Jolie, en þau leika saman í myndinni Mr and Mrs Smith, sem frumsýnd verður í júní.

Þau Pitt og Aniston eyddu þó áramótunum saman á eynni Anquilla á Karíbahafi ásamamt Courteney Cox, sem lék með Aniston í þáttunum Vinum, og eiginmanni hennar, David Arquette.

Hjónaband þeirra Aniston og Pitt var fyrsta hjónaband beggja. Pitt var um tíma trúlofaður leikkonunni Gwyneth Paltrow og Aniston átti í sambandi við leikarann Tate Donovan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir