Lifði af tólf metra fall

Drukkinn Rússi sem féll tólf metra niður af svölum íbúðar stóð upp ómeiddur og hélt áfram að drekka. Oleg, sem er þrítugur Moskvubúi sat að sumbli með félögum sínum í íbúð í borginni. Þegar hann hafði drukkið lítra af vodka sagði hann að sér liði illa og fór út á svalir til að fá sér ferskt loft. Vinir hans segja hann hafa misst jafnvægið á svölunum og fallið fram af þeim tólf metra, að því er fram kemur á vefmiðlinum Ananova.

Hann lét ekki lífið eins og ætla mætti heldur stóð upp og fór aftur upp í íbúðina þar sem hann hélt áfram að drekka eins og ekkert hefði í skorist. „Við héldum að hann hlyti að vera dáinn eftir að falla niður úr þessari hæð. Við kölluðum á sjúkraliða en þeir voru jafnhissa og við að sjá að Oleg var dálítið eftir sig en sprelllifandi og heilsuhraustur.“

„Sjúkraliðarnir sem komu í bílnum segjast ekki geta skilið hvers vegna hann dó ekki og segja að hann hljóti að hafa verið svo drukkinn að vöðvarnir og útlimirnir voru svo slakir að þeir hafi verið eins og hlaup, og hann hafi skoppað upp af jörðinni aftur eins og bolti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård