Lifði af tólf metra fall

Drukk­inn Rússi sem féll tólf metra niður af svöl­um íbúðar stóð upp ómeidd­ur og hélt áfram að drekka. Oleg, sem er þrítug­ur Moskvu­búi sat að sumbli með fé­lög­um sín­um í íbúð í borg­inni. Þegar hann hafði drukkið lítra af vod­ka sagði hann að sér liði illa og fór út á sval­ir til að fá sér ferskt loft. Vin­ir hans segja hann hafa misst jafn­vægið á svöl­un­um og fallið fram af þeim tólf metra, að því er fram kem­ur á vef­miðlin­um Ananova.

Hann lét ekki lífið eins og ætla mætti held­ur stóð upp og fór aft­ur upp í íbúðina þar sem hann hélt áfram að drekka eins og ekk­ert hefði í skorist. „Við héld­um að hann hlyti að vera dá­inn eft­ir að falla niður úr þess­ari hæð. Við kölluðum á sjúkra­liða en þeir voru jafn­hissa og við að sjá að Oleg var dá­lítið eft­ir sig en sprelllif­andi og heilsu­hraust­ur.“

„Sjúkra­liðarn­ir sem komu í bíln­um segj­ast ekki geta skilið hvers vegna hann dó ekki og segja að hann hljóti að hafa verið svo drukk­inn að vöðvarn­ir og út­lim­irn­ir voru svo slak­ir að þeir hafi verið eins og hlaup, og hann hafi skoppað upp af jörðinni aft­ur eins og bolti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar mála áður en þú lætur til skarar skríða. Náin kynni við valdamikla manneskju endurræsa vélina þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar mála áður en þú lætur til skarar skríða. Náin kynni við valdamikla manneskju endurræsa vélina þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant