Hroki og hleypidómar rómantískust

Keira Knightley mun fara með hlutverk Elísabetar Bennet í fyrirhugaðri …
Keira Knightley mun fara með hlutverk Elísabetar Bennet í fyrirhugaðri kvikmynd eftir sögunni.

Samtök ástarsöguhöfunda hafa valið skáldsöguna Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) eftir Jane Austen rómantískustu skáldsögu allra tíma. Aðrar sögur sem höfundunum finnst sérlega rómantískar eru Jane Eyre eftir Charlotte Bronte, Á hverfandi hveli (Gone With the Wind), Fýkur yfir hæðir (Wuthering Heights) og Rebecca. Sjö hundruð höfundar eru í félaginu Romantic Novelists Association sem stóð að kosningunni.

Hroki og hleypidómar, sem kom fyrst út árið 1813, var nýlega valin sú bók sem hefði haft hvað byltingarkenndust áhrif á sjálfsmynd breskra kvenna í þættinum Woman's Hour á BBC Radio 4 - útvarpsstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup