Pitt þoldi ekki keðjureykingar Aniston

Brad Pitt er sagður hafa átt bágt með að þola …
Brad Pitt er sagður hafa átt bágt með að þola reykingar Jennifer Aniston. AP

Brad Pitt þoldi ekki keðjureyk­ing­ar Jenni­fer Anist­on, fyrr­um eig­in­konu sinn­ar og sagði hana óspenn­andi. Hins veg­ar líkti hann Ang­el­inu Jolie við „gyðju,“ að því er banda­rísk fyr­ir­sæta hef­ur greint frá. Seg­ir fyr­ir­sæt­an, April Floro, að hún hafi eytt þrem­ur dög­um með Pitt í Grikklandi. Hann hafi reynt að kyssa hana en hún hafi „vikið sér und­an.“

„Hann laðaðist að mér,“ seg­ir Floro, sem er 22 ára göm­ul. Hún bæt­ir við að leik­ar­an­um hafi brugðið þegar hún sagði hon­um að hún hefði ekki áhuga á að vera með hon­um. „Hann spurði mig hvers vegna. Ég sagði hon­um að ég vildi ekki fara út í sam­band með manni úr skemmt­anaiðnaðinum.“

Þá seg­ir Floro að Pitt hafi rætt mikið um slæmt hjóna­band sitt og Anist­on. „Hann þoldi ekki keðjureyk­ing­ar konu sinn­ar. Hann þoldi held­ur ekki að hún vildi aðeins eyða tíma með vin­um sín­um eða bara halda sig heimavið. Hann var meira fyr­ir að fara út á lífið,“ sagði hún. Spurð um Ang­el­inu Jolie sagði Floro: „Hann talaði um hana líkt og hún væri gyðja.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með þá stund sem þér er til starfa gefin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með þá stund sem þér er til starfa gefin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir