Dickinson flýgur með 200 aðdáendur

Bruce Dickinson, flugmaður fyrir Iceland Express og söngvari Iron Maiden.
Bruce Dickinson, flugmaður fyrir Iceland Express og söngvari Iron Maiden.

Miðasala á tónleika bresku bárujárnsrokksveitarinnar Iron Maiden í Egilshöll 7. júní nk. hefst sunnudaginn 6. mars.

Miðasala hefst kl. 12.30 og fer fram í Íslandsbanka, Kringlunni og Smáralind, í Pennanum á Akranesi og Vestmannaeyjum, Dagsljósi á Akureyri, Hljóðhúsinu á Selfossi og á www.farfuglinn.is. Verða einungis seldir miðar í A-svæðið þann daginn, sem eru betri stæði, en frá og með mánudeginum 7. mars verður einnig hægt að kaupa miða í B-svæðið. Verð á A-miðum er 7.500 og B-miðum 6.500.

Í tilkynningu frá tónleikahöldurunum RR segir að með Iron Maiden í för verði "gífurlega mikið af sviðsbúnaði" og að liðsmenn sveitarinnar hlakki mjög til að endurnýja kynni sín við íslenska rokkunenndur en sveitin hélt tónleika í Laugardalshöll 5. júní 1992.

Herma fregnir að Bruce Dickinson söngvara sveitarinnar og flugmanni Iceland Express muni fylgja um 200 aðdáendur frá Bretlandi í einkaflugvél sem hann ætli sjálfur að fljúga til og frá landinu.

Segir jafnframt í tilkynningunni að í þessari væntanlegu tónleikaferð Iron Maiden um Norðurlönd ætli sveitin að einbeita sér að því að taka eldri og þekktari lög, þar á meðal nokkur af þeim fjórum plötum sveitarinnar sem komust inn á lista Kerrang! tímaritisins yfir eitt hundrað bestu bresku rokkskífurnar. Þar hafnaði Number of the Beast í 2. sæti, Iron Maiden í 9. sæti, Brave New World í 28. sæti og Killers í 44. sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir