Damien Rice og Renée Zellweger sögð vera að draga sig saman

Renée Zellweger var glæsileg á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld.
Renée Zellweger var glæsileg á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. AP

Breskir fjölmiðlar segja frá því að bandaríska kvikmyndastjarnan Renée Zellweger og írski söngvarinn Damien Rice séu að draga sig saman. Rice er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi.

Haft er eftir heimildarmönnum, sem þekkja til, að Renée og Damien hafi átt í sambandi um nokkurn tíma og séu afar hamingjusöm. Þau hafi bæði dálæti á tónlist og bæði séu hugsuðir auk þess sem Damien sé skáld og þau eigi vel saman.

Sagt er að Zellweger hafi heimsótt Rice í Dublin og sést hafi til hennar skoða íbúðir í borginni.

Rice á Nasa á tónleikum í Nasa í fyrra.
Rice á Nasa á tónleikum í Nasa í fyrra. mbl.is/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup