Spænski tenórsöngvarinn José Carreras var klappaður upp þrisvar sinnum eftir tónleika sem hann hélt í Háskólabíói og söng jafnmörg aukalög.
Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Concert, sem skipulagði tónleikana, var Carreras snortinn af viðbrögðum áhorfenda og hafði það sérstaklega á orði eftir tónleikana hve þakklátur hann væri og ánægður með móttökurnar sem hann fékk.
Á efnisskrá tónleikanna voru verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar en með honum á sviðinu voru píanóleikarinn Lorenzo Bavaj og strengjakvartettinn Nuovo Quartetto Italiano.
Carreras fór til Noregs í dagen þar verða næstu tónleikar hans á þriðjudaginn. Með honum í för á Íslandi voru dóttir hans Julia Carreras ásamt eiginmanni sínum, umboðsmaður hans og aðstoðarmaður.