Franz Ferdinand leikur í Kaplakrika

Franz Ferdinand.
Franz Ferdinand. AP

Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand mun halda tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði 27. maí næstkomandi. Um er að ræða einhverja vinsælustu hljómsveit Bretlands um þessar mundir og hefur hlotið fjölda verðlauna, bæði í Bretlandi og víðar.

Hljómsveitin var stofnuð haustið 2001 í Glasgow. Hljómsveitin hét upphaflega The Chateau. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kom út sumarið 2003 en sú næsta snemma á síðasta ári með laginu Take Me Out, og í kjölfarið kom út breiðskífan Franz Ferdinand. Væntanleg er ný plata frá þeim í lok sumars og má gera ráð fyrir því að eitthvað henni verði komið inn í dagskrána hjá þeim í vor.

Hr. Örlygur stendur fyrir tónleikunum í Kaplakrika en fram kemur í tilkynningu að miðasala og upplýsingar um upphitunarsveitir verði auglýstar síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta ætti að verða góður dagur í vinnunni. Veldu að fara þá leið sem veldur sem minnstu raski á líf fólksins í kringum þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Jussi Adler-Olsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta ætti að verða góður dagur í vinnunni. Veldu að fara þá leið sem veldur sem minnstu raski á líf fólksins í kringum þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Jussi Adler-Olsen