Björk vill afnema trúarbrögð og segir Íslendinga ekki eins og annað fólk

Björk svarar spurningum lesenda í skemmtilegri grein í Independent.
Björk svarar spurningum lesenda í skemmtilegri grein í Independent. Morgunblaðið

Björk segist ekki telja að hún sé sérvitringur og að Íslendingar telji það ekki heldur. Þeir séu sjálfir ekki eins og annað fólk. Þá segist hún vilja losna við trúarbrögð því þau valdi mikilli eyðileggingu í heiminum.

Kemur þetta fram í dagblaðinu Independent þar sem hún svarar spurningum lesenda. Þar er hún meðal annars spurð að því hverju hún vildi helst breyta í heiminum. „Þetta er stór spurning. Að losna við trúarbrögð væri góð byrjun, ekki satt? Þau virðast valda mikilli eyðileggingu,“ segir hún í svari sínu. Þá segist hún vilja safna fé fyrir fórnarlömb hamfaranna í Asíu 26. desember. Hún sé beðin um að taka þátt í mörgum góðgerðarverkefnum en hún sé ekki alltaf viss um hvert peningarnir fari. Þá segist hún ekki vera pólitísk og hún kjósi ekki. „Ég myndi frekar segja að ég væri húmanisti heldur en pólitískt dýr,“ segir hún.

Hún er spurð hvort hún telji sig vera sérvitring en hún segist ekki gera það. „Íslendingum finnst það ekki heldur. Ég fór í afmæli á Manhattan nýlega þar sem voru bara Íslendingar. Ég talaði við mann sem sagðist oft hoppa peningalaus upp í leigubíl á miðjum vinnudegi og biðja hann um að keyra sig að hafinu annars myndi hann kafna. Íslendingar eru ekki eins og fólk er flest,“ svarar hún.

Finnst dauðarokksútgáfur af lögunum sínum hressandi
Aðspurð hvort henni sé illa við þegar aðrir listamenn syngja lögin hennar segist hún þvert á móti telja það heiður. Hún kunni sérstaklega vel að meta dauðarokksútgáfur af lögum sínum, þær séu hressandi.

Þá segist hún trúa á töfra sem komi oft á ákveðnum augnablikum. Fólk upplifi töfra ef það vilji það og hún hafi gert það í sífellt meira mæli eftir því sem hún eldist.

Þá segir hún að það sé misskilningur að hún vilji ekki leika í kvikmynd aftur vegna reynslu sinnar af því að leika í Myrkradansaranum. Hún hafi aldrei viljað leika, bara gera tónlist.

Hún segist ennfremur kunna vel við Breta sem hafi frábært skopskyn og séu ekki mjög opnir, en bætir við að hún hafi þurft að flytja úr hverfinu þar sem hún bjó í London af því að 20 blaðaljósmyndarar sátu um hana öllum stundum. Það hafi hún ekki kunnað við.

Þá segist hún eiga best með að semja tónlist þegar hún er búin að vera úti í náttúrunni í nokkra daga, helst við hafið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan