Velvet Revolver leikur í Egilshöll

Velvet Revolver.
Velvet Revolver.

Bandaríska rokksveitin Velvet Revolver mun halda tónleika í Egilshöll 7. júlí næstkomandi, að því er Ragnheiður Hanson tónleikahaldari staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sama fyrirkomulag verður á tónleikunum og á tónleikum Iron Maiden í júní, þ.e. húsinu verður skipt í A- og B-svæði. Miðasala verður auglýst síðar.

Velvet Revolver er skipuð Scott Weiland, fyrrverandi söngvara Stone Temple Pilots, þríeykinu Slash, Duff McKagan og Matt Sorum, sem áður voru í Guns n' Roses og David Kushner úr Wasted Youth.

"Velvet Revolver er stórt nafn og þetta verða stórir tónleikar. Þeir taka mestmegnis Guns n' Roses- og Stone Temple Pilots-lög á tónleikum sínum, auk eigin efnis," segir Ragnheiður en Velvet Revolver hefur sent frá sér eina breiðskífu, Contraband, sem inniheldur m.a. lögin "Slither" og "Fall To Pieces".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir