Coldplay á Íslandi og tekur upp lög og myndband

Chris Martin söngvari Coldplay.
Chris Martin söngvari Coldplay. AP

Íslands­vin­ur­inn Chris Mart­in og fé­lag­ar hans úr Coldplay eru stadd­ir hér á landi um þess­ar mund­ir. Eru þeir hingað komn­ir til að taka upp lög sem verða notuð á b-hliðar þeirra smá­skífna sem gefn­ar verða út í tengsl­um við plöt­una nýju, X&Y. Not­ast þeir við hljóðver Lea­ves til þeirra verka, en sveit­irn­ar eru málkunn­ug­ar.

"Við höf­um hitt þá fé­laga nokkr­um sinn­um þegar við höf­um verið að spila úti," seg­ir Arn­ar Guðjóns­son, söngv­ari og gít­ar­leik­ari Lea­ves.

"Chris er orðinn mik­ill Íslands­vin­ur eins og fólk þekk­ir, dýrk­ar Sig­ur Rós og svona. Þeir æsktu þess að fá að nota aðstöðuna okk­ar við þess­ar upp­tök­ur og það var ekk­ert mál enda erum við í upp­töku­hléi."

Arn­ar seg­ir að sveit­in ætli einnig að taka upp allsér­stakt mynd­band hér á landi en meðlim­ir muni auk þess nota tím­ann í hálf­gert frí, eins og vin­sælt er orðið hjá er­lend­um hljóm­sveit­um. Hyggj­ast meðlim­ir hlaða raf­hlöðurn­ar fyr­ir vænt­an­legt tón­leika­ferðalag um heim­inn.

Árni Bene­dikts­son, umboðsmaður Lea­ves, staðfest­ir þetta í sam­tali við blaðamann og seg­ir enn­frem­ur að mynd­bandið um­rædda verði tekið upp við Reykja­vík­ur­höfn og Chris Mart­in hafi jafn­framt biðlað til sín um hjálp, en í tök­ur þarf dágóðan slatta af "statistum".

"Um er að ræða mynd­band við vænt­an­lega smá­skífu af plöt­unni. Þetta er epískt lag og langt, dá­lítið gosp­el­skotið og það end­ar með mikl­um kór­söng. Meðlim­ir vilja fá Íslend­inga til að stilla sér upp og leika þenn­an kór. Björk Guðmunds­dótt­ir hafði svipaða háttu þegar hún tók upp mynd­band við lagið "Triumph of a Heart" sem var tekið upp á Sirk­us með hinum og þess­um Íslend­ing­um."

Áhuga­sam­ir geta mætt niður á Miðbakka Reykja­vík­ur­hafn­ar, sem er gegnt Kola­port­inu, klukk­an 17.00 og fá þar frek­ari fyr­ir­mæli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Fólk er ágætt og setur krydd í tilveruna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Fólk er ágætt og setur krydd í tilveruna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant