Britney tilkynnir að hún sé þunguð

Britney og Kevin.
Britney og Kevin. AP

Banda­ríska popp­stjarn­an Brit­ney Spe­ars hef­ur staðfest, að hún sé þunguð en mikl­ar vanga­velt­ur hafa verið um það í fjöl­miðlum. „Rétti tím­inn er loks kom­inn til að deila þeim frá­bæru frétt­um með ykk­ur, að við eig­um von á fyrsta barni okk­ar," skrifa Brit­ney og Kevin Federl­ine, eig­inmaður henn­ar, á vefsíðu popp­stjörn­unn­ar.

Spe­ars, sem er 23 ára og , Federl­ine, sem er 27 ára, giftu sig í sept­em­ber í fyrra.

Brit­ney bæt­ir við á heimasíðu sinni að frétt­ir hafi verið um að hún hafi verið lögð á sjúkra­hús um helg­ina. „Við Kevin vilj­um bara láta alla vita, að mér líður vel. Þakka ykk­ur fyr­ir hug­ul­sem­ina og bæn­irn­ar."

Sam­kvæmt frétt­um er Brit­ney kom­in 2-4 mánuði á leið.

Federl­ine á fyr­ir tvö börn með leik­kon­unni Shar Jackson og yngra barnið fædd­ist eft­ir að þau Brit­ney tóku upp sam­band.

Heimasíða Brit­ney Spe­ars

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir