Leikstjóri skammaður fyrir vanþekkingu um Ísland

Bill Nighy.
Bill Nighy. AP

Breski leikstjórinn Richard Curtis, sem leikstýrði m.a. myndinni Love Actually, hefur gert leikna sjónvarpsmynd, sem gerist m.a. á Íslandi og tengist ímynduðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Reykjavík. Breskir fjölmiðlar segja frá því í dag að á blaðamannafundi í vikunni hafi íslenskur blaðamaður staðið upp og hundskammað Curtis fyrir vanþekkingu um Ísland.

Ekki kemur fram hver blaðamaðurinn var, en hann sagði m.a. að í myndinni væru staðhættir ónákvæmir. M.a. gerðust atriði í myndinni á flugvelli sem aðeins væri fyrir innanlandsflug og því hefðu persónurnar, sem fjallað er um, aldrei átt að stiga fæti sínum þar.

Curtis svaraði vandræðalega: „Ég verð að viðurkenna að þetta er enn ein staðreyndin um Ísland, sem ég vissi ekki um."

Myndin heitir The Girl in the Cafe og er skilgreind sem rómantísk gamanmynd. Hún var frumsýnd í Skotlandi fyrr í þessum mánuði í tengslum við herferð fyrir því, að stjórnmálamenn beiti sér fyrir því að fella niður skuldir þriðja heimslanda og breyta alþjóðalögum svo fátæk ríki geti varið efnahag sinn.

Leikarinn Bill Nighy, sem sló í gegn í Love Actually, fer með aðalhlutverkið í myndinni, ásamt skosku leikkonunni Kelly Macdonald, sem lék m.a. í Finding Neverland og Trainspotting. Nighy leikur embættismann í breska fjármálaráðuneytinu, sem tekur atvinnulausa unga konu með sér til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir