Norska glysrokksveitin Wig Wam, sem lenti í 9. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn, er væntanleg til Íslands. Fram kemur á heimasíðu sveitarinnar að hún muni hita upp fyrir Alice Cooper á tónleikum sem fara fram hér á landi þann 13. ágúst.
Íslendingar kunnu vel að meta framlag sveitarinnar í Kænugarði og gáfu Noregi fullt hús eða 12 stig í keppninni.