Sat í fangelsi í 35 ár fyrir að stela sjónvarpi

Junior Allen í klefa sínum árið 2002.
Junior Allen í klefa sínum árið 2002. AP/The News & Observer

Juni­or Allen losnaði úr fang­elsi í Norður-Karólínu á föstu­dag, 35 árum eft­ir að hann var dæmd­ur í ævi­langt fang­elsi fyr­ir að stela svart­hvítu sjón­varpi. Allen sótti 26 sinn­um um náðum en henni var ávallt hafnað þar til nú. Mál Allens vakti mikla at­hygli enda fengu aðrir fang­ar í sama fang­elsi reynslu­lausn þótt þeir hefðu gerst sek­ir um morð, nauðgun eða misþyrm­ing­ar á börn­um.

„Ég er ánægður með að vera laus," sagði Allen, sem er 65 ára, við stuðnings­menn sína utan við Orange fang­elsið í Norður-Karólínu. „Ég hef afplánað of þunga refs­ingu fyr­ir það sem ég gerði af mér. Ég verð ekki full­kom­lega ánægður fyrr en ég sé skilti sem seg­ir mér að ég sé kom­inn út úr Norður-Karólínu."

Allen var far­and­verkamaður frá Georgíu. Á sín­um yngri árum hafði Allen gerst sek­ur um inn­brot og lík­ams­árás­ir. Árið 1970, þegar hann var þrítug­ur, fór hann inn í ólæst hús og stal 19 tommu svart­hvítu sjón­varpi sem var um 9000 króna virði.

Í sum­um lög­reglu­skýrsl­um seg­ir að Allen hafi slegið til 87 ára gam­all­ar konu, sem bjó í hús­inu en hann var ekki fund­inn sek­ur um lík­ams­árás. Þess í stað var hann dæmd­ur í ævi­langt fang­elsi fyr­ir inn­brot. Síðan hef­ur refsiramm­an­um í Norður-Karólínu verið breytt og er há­marks­refs­ing fyr­ir þetta brot 3 ára fang­elsi.

Náðun­ar­nefnd Norður-Karólínu ákvað í síðustu viku að veita Allen reynslu­lausn. Þá hafði hann óskað eft­ir reynslu­lausn 25 sinn­um áður.

Rich Rosen, laga­pró­fess­or í há­skól­an­um í Chap­el Hill, sem tók mál Allens upp fyr­ir þrem­ur árum, seg­ir að það sé skamm­ar­legt að Allen hafi ekki verið sleppt fyr­ir mörg­um ára­tug­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Einbeittu þér að því að hækka innistæðuna í sköpunar-bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Einbeittu þér að því að hækka innistæðuna í sköpunar-bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son