Sat í fangelsi í 35 ár fyrir að stela sjónvarpi

Junior Allen í klefa sínum árið 2002.
Junior Allen í klefa sínum árið 2002. AP/The News & Observer

Junior Allen losnaði úr fangelsi í Norður-Karólínu á föstudag, 35 árum eftir að hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að stela svarthvítu sjónvarpi. Allen sótti 26 sinnum um náðum en henni var ávallt hafnað þar til nú. Mál Allens vakti mikla athygli enda fengu aðrir fangar í sama fangelsi reynslulausn þótt þeir hefðu gerst sekir um morð, nauðgun eða misþyrmingar á börnum.

„Ég er ánægður með að vera laus," sagði Allen, sem er 65 ára, við stuðningsmenn sína utan við Orange fangelsið í Norður-Karólínu. „Ég hef afplánað of þunga refsingu fyrir það sem ég gerði af mér. Ég verð ekki fullkomlega ánægður fyrr en ég sé skilti sem segir mér að ég sé kominn út úr Norður-Karólínu."

Allen var farandverkamaður frá Georgíu. Á sínum yngri árum hafði Allen gerst sekur um innbrot og líkamsárásir. Árið 1970, þegar hann var þrítugur, fór hann inn í ólæst hús og stal 19 tommu svarthvítu sjónvarpi sem var um 9000 króna virði.

Í sumum lögregluskýrslum segir að Allen hafi slegið til 87 ára gamallar konu, sem bjó í húsinu en hann var ekki fundinn sekur um líkamsárás. Þess í stað var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir innbrot. Síðan hefur refsirammanum í Norður-Karólínu verið breytt og er hámarksrefsing fyrir þetta brot 3 ára fangelsi.

Náðunarnefnd Norður-Karólínu ákvað í síðustu viku að veita Allen reynslulausn. Þá hafði hann óskað eftir reynslulausn 25 sinnum áður.

Rich Rosen, lagaprófessor í háskólanum í Chapel Hill, sem tók mál Allens upp fyrir þremur árum, segir að það sé skammarlegt að Allen hafi ekki verið sleppt fyrir mörgum áratugum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka