Niðurstaða kviðdóms: Jackson saklaus

Jackson veifar aðdáendum sínum er hann kemur til dómshússins í …
Jackson veifar aðdáendum sínum er hann kemur til dómshússins í kvöld. AP

Kviðdómur í Santa María í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Michael Jackson sé saklaus af að hafa misnotað kynferðislega ungan dreng. Var hann sýknaður af öllum ákæruatriðunum tíu, m.a. af að hafa gefið honum áfengi.

Jackson sýndi engar tilfinningar þegar sýknudómarnir voru lesnir upp, hann einfaldlega starði fram fyrir sig og leit ekki á kviðdómendurna. Einn lögmanna hans, Susan Yu, táraðist hins vegar þegar niðurstaðan var ljós.

„Okkur og fjölskyldunni er svo létt,“ sagði Angel Howansky, talskona Jacksons er hún yfirgaf réttinn.

Réttarhöldin yfir honum hófust 31. janúar. Jackson hefur allan tímann haldið því fram að hann sé saklaus en hann hefði getað átt yfir höfði sér 18 ára fangelsisdóm ef hann hefði verið fundinn sekur.

Hundruð aðdáenda hans, sem höfðu safnast saman fyrir utan dómshúsið, öskruðu af gleði og dönsuðu þegar niðurstaðan var ljós.

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstaðan var ljós hjá þeim …
Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstaðan var ljós hjá þeim hundruðum aðdáenda Jacksons sem biðu fyrir utan dómshúsið. Þessi kona sleppti dúfu til að fagna. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson