David Beckham og Snoop Dog orðnir sms-vinir

David Beckham.
David Beckham. AP

Fregn­ir herma að Dav­id Beckham, fyr­irliði enska landsliðsins í knatt­spyrnu, og banda­ríski rapp­ar­inn Snoop Dog séu orðnir sms-vin­ir. Sam­eig­in­leg­ur vin­ur þeirra kom þeim í síma­sam­band og nú eru þeir að stefna að því að hitt­ast síðar í sum­ar.

Snoop Dog, sem er 33 ára og mik­ill áhugamaður um knatt­spyrnu, gerðist aðdá­andi Beckhams eft­ir að hann var viðstadd­ur Evr­ópu­keppn­ina í knatt­spyrnu í Portúgal árið 2004. Í kjöl­farið fékk Snoop vin sinn til að gefa sér farsíma­núm­er Beckhams því hann hafði hrif­ist mjög af stíl knatt­spyrnu­manns­ins, inn­an vall­ar sem utan. Beckham, sem er 30 ára og var ásakaður um að hafa sent Re­beddu Loos dóna­leg sms-skila­boð, var mjög ánægður með að fá sms frá Snoop enda mik­ill aðdá­andi rapp-tón­list­ar.

„Beckham var yfir sig hrif­inn þegar hann fékk fyrstu skila­boðin frá Snoop vegna þess að hann er mik­ill rapp-aðdá­andi. Hann trúði því reynd­ar ekki fyrst að þetta væri Snoop. Þeir hafa hins veg­ar verið í sam­bandi síðan og sent hvor öðrum gjaf­ir, svo sem áritaða boli og plöt­ur, og þeir von­ast til að geta hist í sum­ar,“ sagði heim­ild­armaður breska dag­blaðsins The Sun.

Snoop Dogg.
Snoop Dogg. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir