Apamálverk seldust fyrir metfé

Eitt af listaverkunum þremur eftir Congo.
Eitt af listaverkunum þremur eftir Congo. AP

Þrjú mál­verk eft­ir simp­ans­ann Congo seld­ust á upp­boði í Lund­ún­um í dag á jafn­v­irði 1,7 millj­óna króna og var sölu­verðið mun hærra en bú­ist var við. Kaup­and­inn var Banda­ríkjamaður að nafni How­ard Hong, sem sagðist vera áhugamaður um nú­tíma­list.

Congo var eitt sinn nefnd­ur „Cez­anne ap­anna" en hann varð fræg­ur á sjötta ára­tug síðustu ald­ar fyr­ir lit­rík af­strakt­verk sín. Mann­fræðing­ur­inn Des­mond Morr­is stóð á sín­um tíma fyr­ir sýn­ingu á verk­um Congos en hann var sann­færður um að ap­inn, og raun­ar aðrir apar, skynjuðu eðli mynd­list­ar. Gagn­rýn­end­ur voru hrifn­ir og skil­greindu mál­verk­in sem óhlut­bund­inn expressi­on­isma.

Picasso er sagður hafa hengt mál­verk eft­ir Congo upp á vegg í vinnu­stofu sinni eft­ir að hann fékk það að gjöf.

Þeir sem telja að Congo hafi verið raun­veru­leg­ur lista­api benda á að eft­ir að hann lærði að fara með pensla og hætti að reyna að borða þá, málaði hann alltaf inn­an marka strigans og virt­ist gera sér grein fyr­ir því hvenær hann hafði lokið við mál­verk.

Eitt af verkunum þremur eftir Congo, sem seld voru í …
Eitt af verk­un­um þrem­ur eft­ir Congo, sem seld voru í dag. AP
Eitt verkanna þriggja.
Eitt verk­anna þriggja. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þér tekst ekki fremur en öðrum að stöðva tímann. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þér tekst ekki fremur en öðrum að stöðva tímann. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant