Samtök bandarískra geðlækna gagnrýna Tom Cruise

Samræður þeirra Matt Lauers og Tom Cruise urðu heitar þegar …
Samræður þeirra Matt Lauers og Tom Cruise urðu heitar þegar Lauer spurði Cruise um þunglyndislyf. AP

Samtök geðlækna í Bandaríkjunum, APA, hafa gagnrýnt leikarann Tom Cruise fyrir harða gagnrýni hans á geðlækningar í sjónvarpsþætti. „Það er óábyrgt af hr. Cruise að nota kynningarherferð vegna kvikmyndar til að koma á framfæri sínum eigin hugmyndafræðilegu skoðunum,“ segir í yfirlýsingu samtakanna, að því er fram kemur í frétt BBC.

Cruise sagði m.a. að geðlækningar væru „fölsk vísindi“ eftir að Matt Lauer, þáttastjórnandi á NBC-sjónvarpsstöðinni spurði hann um skoðun hans á þunglyndislyfjum. Gagnrýndi hann leikkonuna Brooke Shields fyrir að taka lyf vegna alvarlegs fæðingarþunglyndis sem hún átti við að stríða.

APA eru samtök meira en 36.000 bandarískra lækna sem sérhæfa sig í greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Þau segja þær fullyrðingar Cruise um að geðlækningar séu ekki byggðar á vísindalegum grunni rangar.

„Hárnákvæmar, yfirfarnar og birtar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að meðferð [við geðsjúkdómum] virkar,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Það er slæmt að þegar svo stórkostlegum vísindalegum og læknisfræðilegum árangri hefur verið náð, þrjóskist lítill hópur einstaklinga við og dragi gildi þess í efa.“

Hafa samtökin áhyggjur af því að orð leikarans kunni að „hindra að fólk með geðraskanir sæki sér þá hjálp sem það þarf.“

Heitar umræður

Í spjallþætti Matt Lauer á föstudaginn kom þetta til tals og þegar Lauer sagði að slík lyf hefðu þó hjálpað mörgum svaraði Cruise: „Þú ert tungulipur. Þú þekkir ekki sögu geðlækninga. Það geri ég.“

Ummæli Cruise í þætti Lauers þóttu umdeild og í skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin MSNBC stóð fyrir á föstudaginn kom í ljós að 69% áhorfenda þótti kappinn hafa rangt fyrir sér.

Cruise gekk til liðs við Vísindakirkjuna fyrir nokkrum árum en lengi vel tjáði hann sig ekki mikið um trú sína opinberlega. Á því hefur hins vegar orðið nokkur breyting að undanförnu og hefur Cruise talað opinberlega um trú sína. Hin nýja hlið á leikaranum mælist misvel fyrir meðal aðdáenda hans og í könnun tímaritsins Entertainment Weekly kom í ljós að 61% lesenda blaðsins kunnu ekki að meta hina nýju hlið leikarans. Þá kom einnig fram að 41% þeirra myndu ekki vilja sjá nýjustu mynd kappans, The War of the Worlds.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir