Emilíana Torrini með ferna tónleika hér á landi

Emilíana Torrini.
Emilíana Torrini. mbl.is

Emilíana Torrini er á leið til landsins ásamt 3 manna hljómsveit sinni til þess að spila á fernum tónleikum víðs vegar um landið. Emilíana hefur frá útkomu hljómplötunnar Fishermans Woman leikið víðsvegar um heiminn en platan hefur selst í yfir 6000 eintökum á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Hún spilar á Nasa í Reykjavík 21. júlí, Bolungarvíkurkirkju 22. júlí, á Borgarfirði Eystri 23. júlí og á Akureyri 24. júlí.

Miðaverð verður 2.500 krónur og hefst miðasala á fyrstu og síðustu tónleikana 9. júlí. Verða þeir seldir á midi.is og í 12 tónum í Reykjavík og í Ketilhúsinu á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið með miðasölu á hina tónleikana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup