Lil´ Kim dæmd í eins árs fangelsi fyrir að ljúga fyrir dómstólum

Lil´ Kim kemur til réttarins í New York í dag.
Lil´ Kim kemur til réttarins í New York í dag. AP

Bandaríska hipp-hopp stjarnan og Grammy-verðlaunahafinn Lil´ Kim var í dag dæmd í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið fyrir dómstólum til að vernda vini sína sem lentu í skotbardaga í New York árið 2001. Að auki var Lil´Kim sektuð um 50.000 dollara, sem nemur tæplega 3,3 milljónum íslenskra króna.

Í febrúar árið 2001 var Lil´ Kim ásamt félögum sínum í rappsveitinni Junior MAFIA í þætti útvarpsstöðvar, sem er með höfuðstöðvar á Manhattan í New York. Þegar þau komu út úr byggingunni sátu félagar úr rappsveitinni Capone-N-Noreaga fyrir þeim og skotbardagi braust út.

Þegar málið kom fyrir rannsóknarkviðdóm árið 2003 sagðist Lil´ Kim ekki hafa séð Damion Butler, fyrrum umboðsmann hennar, og Suif Jackson, náinn vin hennar, á staðnum. Þeir hafa síðan báðir játað að hafa verið þar og beitt skotvopnum. Í réttarhöldum sagðist Lil´ Kim hafa verið með sólgleraugu þegar þetta gerðist og því ekki séð mennina. Hins vegar mun hún hafa sagt rannsóknarkviðdómnum að Butler hefði ekki verið á staðnum og hún þekkti ekki Jackson.

Margir frægir rapparar hafa setið í fangelsi í Bandaríkjunum, en Lil´ Kim verður fyrsti frægi kvenkyns rapparinn til að sitja bak við lás og slá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir