14 eintök af nýju bókinni um Harry Potter seld fyrir mistök

Kápa bókarinnar Harry Potter and the Half Blood Prince.
Kápa bókarinnar Harry Potter and the Half Blood Prince. mbl.is

14 eintök af nýju bókinni um Harry Potter voru fyrir mistök seld í lítilli bókabúð í bænum Coquitlam í Kanada. Dómari þar í landi hefur nú fyrirskipað eigendum bókanna að segja engum frá því hvernig bókin sé og skuli þeir skila bókunum aftur til útgefandans. Bókin kemur í búðir víða um heim á laugardag og fá þá viðskiptavinirnir bækurnar sendar aftur til síns heima.

Þá reyndi dómarinn að meina kaupendunum að lesa bókina en óvíst er með öllu hvort það hafi tekist.

Þegar er búið að prenta um 15 milljón eintök af bókinni, sem heitir Harry Potter and the Half Blood Prince. Aldrei fyrr hefur jafn stórt upplag af einni bók verið prentað í einu. Búist er við að bókin seljist betur en heitustu lummur - eða í mjög miklu magni. Að sögn fréttavefjar Sky er búist við að hún seljist í jafn stóru upplagi á laugardag og bókin Da Vinci lykillinn gerði í Bretlandi á einu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Anna Bågstam
4
Jojo Moyes
5
Sólveig Pálsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Anna Bågstam
4
Jojo Moyes
5
Sólveig Pálsdóttir