1.500 manns afklæddust undir berum himni í borginni Newcastle á Englandi í dag. Þetta gerði fólkið í þágu listarinnar, en bandaríski listamaðurinn Spencer Tunick tók myndir af fólkinu fyrir nýjasta listaverk sitt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tunick fær stóran hóp fólks til að fækka fötum, en hann tók myndir af 7.000 nöktum manneskjum í Barcelona árið 2003 og 4.000 í Melbourne.