Leikarinn James Doohan, sem lék vélstjórann Scotty í Star Trek-kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, er látinn 85 ára að aldri. Dánarmeinið var lungnabólga og Alzheimersjúkdómurinn.
Persóna Doohans var þekktust fyrir að bregðast við fyrirskipunum frá áhöfn geimskipsins Enterprice: Beam me up, Scotty.
Doohan fæddist í Kanada og hafði mikla reynslu af leik í útvarpi og á sviði þegar hann fór árið 1966 í áheyrnarpróf fyrir nýja geimþætti, sem NBC sjónvarpsstöðin ætlaði að hefja framleiðslu á. Doohan fór með línurnar sínar með mismunandi hreimi. Framleiðendurnir spurði hann hvaða hreimur honum þætti heppilegastur.
„Ég taldi að röddin með skoska hreiminum væri valdsmannslegust," rifjaði Doohan upp síðar. „Svo ég sagði þeim að ef þessi persóna ætti að vera vélstjóri þyrfti hún að vera Skoti."