Hendrix þóttist samkynhneigður

Jimi Hendrix átti stuttan en kraftmikinn feril. Hann gerði sér …
Jimi Hendrix átti stuttan en kraftmikinn feril. Hann gerði sér upp samkynhneigð til að losna úr hernum. Reuters

Samkvæmt því sem fram kemur í nýrri ævisögu um Jimi Hendrix, sem væntanleg er í næsta mánuði, mun Hendrix hafa komið sér hjá herskyldu með því að ljúga því til um að hann væri samkynhneigður. Hendrix tjáði sálfræðingi hersins að hann teldi sig ástfanginn af einum herbergisfélaga sinna og fékk hann fljótlega lausn frá frekari herskyldu. Fimm árum síðar náði hann lagi inn á vinsældalista.

Hendrix var einungis 19 ára þegar þetta var. Þegar hann hlaut lausn frá heernum tók hann á ný til við tónlistariðkun, sem hann hafði lagt niður þegar hann var kvaddur í herinn. Hann náði lagi inn á vinsældalista fimm árum síðar.

Ævisagnahöfundar Hendrix hafa hingað til greint frá því að hann hafi fengið lausn frá frekari herskyldu eftir að hann braut ökkla við fallhlífastökk. Charles Cross, höfundur nýju ævisögunnar, sem heitir Room Full of Mirrors, segir hins vegar, að læknaskýrslur bandaríska hersins sýni fram á að Hendrix taldi læknum trú um að hann hafi verið svo ástfanginn af herbergisfélaga sínum að hann hafi misst sjö kíló.

Þá kemur fram í ævisögunni að rúmfélagi Hendrix á þessum tíma hafi verið gítarinn hans, sem hann æfði sig á á degi hverjum. Yfirmenn hersins bönnuðu honum hins vegar að spila á hann svo nokkru næmi nema með þáverandi hljómsveit sinni, King Kasuals, þegar hann var í fríi.

Í bókinni er m.a. fjallað um misheppnaðar tilraunir Hendrix til að taka upp samband við söngkonuna Marianne Faithful, sem þá átti í sambandi við Mick Jagger. Hafi Hendrix daðrað opinskátt við Faithful og er haft eftir söngkonunni í bókinni, að hún hafi alla tíð séð eftir því að hafa ekki látið undan honum.

Hendrix var einungis 27 ára þegar hann lést í Lundúnum árið 1970.

The Sunday Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg