Bankaræningi gleymir veski og skilríkjum á vettvangi glæps

Meintur bankaræningi gleymdi veski sínu og skilríkjum í Trustmark bankanum sem hann rændi í Columbus í Massachusetts í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Lögregla átti því ekki í miklum erfiðleikum með að hafa uppi á hinum 26 ára gamla Terrell Green og var hann ákærður fyrir ránið í gær. Að sögn lögreglu gekk maðurinn inn í bankann og rétti gjaldkera miða úr veski sínu þar sem hann hafði skrifað kröfu þess efnis að gjaldkerinn afhenti honum peninga. Hann komst síðan á brott með rúmlega 1.000 dollara, eða rúmlega 64.000 krónur.

Lögregla hóf strax leit að Green en hætti leit þegar hún fann veskið hans á gjaldkeraborðinu, en í því voru skilríki hans. Laganna verðir fóru því beinustu leið heim til móður Green og handtók hann þar sem hann gekk út um útidyrahurð hússins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir