Alice Cooper fannst móttökurnar höfðinglegar

Alice Cooper gefur Marvin Kjarval Michelsen eignhandaráritun á Hótel Holti …
Alice Cooper gefur Marvin Kjarval Michelsen eignhandaráritun á Hótel Holti í gærkvöldi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Rokk­ar­inn Alice Cooper kom til lands­ins í gær­kvöldi. Tók hóp­ur um 120 vél­hjóla­manna á móti hon­um á hjól­um sín­um við flug­stöðina í Kefla­vík og ók á und­an hon­um sem leið lá frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Reykja­vík­ur. Tveir hljóm­sveit­armeðlim­ir fengu hjól lánuð, en Cooper sjálf­ur kaus frek­ar að aka í bíl á eft­ir vél­hjól­un­um.

„Hann var rosa­lega sæll og glaður og sagði þetta höfðing­leg­ustu mót­tök­ur sem hann hefði fengið í lang­an tíma," seg­ir Berg­lind Ólínu­dótt­ir, meðlim­ur í Snigl­un­um, sem skipu­lagði mót­tök­urn­ar. Hún sagði að Cooper og hljóm­sveit hans yrði boðið í mótor­hjóla­ferðir á meðan á dvöl­inni hér­lend­is stæði hér en ekki væri ekki ljóst hvað yrði úr því.

Cooper lét sig ekki muna um að veita eig­in­hand­arárit­an­ir, og fékk Mar­vin Kjar­val Michel­sen rithand­ar­sýn­is­horn hjá meist­ar­an­um þegar hann kom á Hót­el Holt.

Sniglarnir fylgdu Alice Cooper í bæinn
Snigl­arn­ir fylgdu Alice Cooper í bæ­inn mbl.is/Á​rni Torfa­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir