Victoria Beckham enginn lestrarhestur

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. AP

Fyrrum Kryddpían Victoria Beckham kveðst aldrei á ævinni hafa lesið bók. Í viðtali við spænskan blaðamann sagðist hún meira gefin fyrir tímarit og tónlist.

Að því er Ananova skýrir frá og hefur eftir Daily Mail á Victoria að hafa sagt: „Ég hef ekki lesið eina bók á ævinni. Ég hef bara ekki nógu mikinn tíma. Mér finnst skemmtilegra að hlusta á tónlist, en ég hef líka mjög gaman af því að lesa tískutímarit.“

Í viðtali við blaðið Chic viðurkenndi hún einnig að hún gæti vel hugsað sér að eignast fleiri börn - og að hún vonaðist til þess að eignast dóttur. „Ég sé mig í anda lakka á henni neglurnar, hjálpa henni við að farða sig og við að velja föt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Loka